Þar sem sorgin hefur búið sér hreiður
Ég leggst til hvílu þar sem sorgin hefur búið sér hreiður. Draumar æða áfram líkt og tryllt hjörð í þreyttu höfði. Þráin berst um líkt og villt dýr í veiku hjarta. Eftirsjáin hringar sig líkt og nöðrufangi í sálarbúri. Sársaukinn skolar öllu burt og eyðir. Eftir situr tómleikinn tignarlegur sem örn og bíður þess að sér vaxi vængir á ný.