Greftrun
Helsára barst þú mig upp hólinn, að dyrum eyjunnar, grafhýsi mínu. Óhuggandi himininn tók undir angistaróp hjarta míns, sem fékk ekki flúið banaspjót örlaganna. Þú lagðir mig blíðlega á beðið og bjóst til greftrunar. Laugaðir andlit mitt söltum tárum, líkama minn beiskri olíu, smurðir varir mínar sætu hunangi, vafðir mig hlýju skinni. Þar sem hjarta mitt lifnaði, fékk það að slá í hinsta sinn og svífa á lausnarorðum inn í algleymið. Þar mun kveðja mín og loforð bergmála um eilífð.  
Íris Guðmundsdóttir
1968 - ...


Ljóð eftir Írisi

Meðal fagurkeranna
Lokaðu dyrunum
Segðu ekki
Þú stóðst svo nærri
Sástu við mér?
Hverf aftur
Þögnin
Suðurlandið mitt
Leiktu fyrir mig lagið
Við rökstól viskunnar
Sorgin
Tilvistarkreppa
Ópíum
Hver vegur að heiman...
Trú
Þar sem sorgin hefur búið sér hreiður
Ættarmót
Ómerkt gröf
Vígt hjarta
Ég elskaði sál
Nóttin er mín
Ég syrgi svo margt
Máninn okkar
Hver reisti þennan múr?
Afhjúpun
Missir
Tafl ástarinnar
Legg til mín
Greftrun
Slökk þennan eld
Ráðþrota