MYRKUR LOKAÐRA AUGNA
Bak við myrkur lokaðra augna
við hliðarstræti heimsgötunnar
þar sem gluggar gægjast inn
hjá hvor öðrum, spyr ég til vegar.
Við byrjun heimsins
þar sem krossfestir draumar
deyja fyrir fæðingu
þar sem óbornir dagar
leika sér, svolítið frómir
þar sem ljóð lífsins svífur
af veraldar vörum ungum
stendur bústaður skáldsins.
Ó bjarta nótt
sem hjörtun brennir
ég er aðeins dropi
á þinni leið.
við hliðarstræti heimsgötunnar
þar sem gluggar gægjast inn
hjá hvor öðrum, spyr ég til vegar.
Við byrjun heimsins
þar sem krossfestir draumar
deyja fyrir fæðingu
þar sem óbornir dagar
leika sér, svolítið frómir
þar sem ljóð lífsins svífur
af veraldar vörum ungum
stendur bústaður skáldsins.
Ó bjarta nótt
sem hjörtun brennir
ég er aðeins dropi
á þinni leið.