BETLEHEMSKIRKJAN
Í síðustu geislum
alheimsguðþjónustunnar
glitra krómhúðaðar
eldflaugar járnvörusalans
og skríkjandi skriðdrekar
taka undir
- járnklædd beltisdýr
með þungan gang.
Við Fæðingarkirkjuna deyr vonin
hvað eftir annað, tíma eftir tíma,
auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
Við dögun bergmál
frá víðóma fallbyssusöng.


Í stjórnklefa stríðsins
í valdsins sólar plexus
sitja ofvitar ofbeldis
aðeins aðskildir af tvístrandi
áhrifum táragassins og
heilagri skrift skotvopnanna.
Þar er hefndarguðinn
í hávegum hafður og
sjálfsmorðsbomburnar
táknmál hjá öðrum.
Eru þeir lyf fyrir deilur
eða friðartoxínur
iðnaðarmenn dauðans
með sveinspróf
þjáningarþjófar með
leyfi fyrir morð?
Við Fæðingarkirkjuna deyr vonin
hvað eftir annað, tíma eftir tíma.
Sársaukinn skyldurækinn
innheimtir fallbyssufélagsgjald
kastið síðasta steini
stoppið terrorsins tilviljunartákn.  
T.G. Nordahl
1960 - ...


Ljóð eftir T.G. Nordahl

MYRKUR LOKAÐRA AUGNA
HUGMYND ORÐANNA
BETLEHEMSKIRKJAN
REYKJAVÍK
DÖKKHÆRÐA BLONDÍNAN
LJÓSBROT
SARAJEVO
UNDIR HÚÐINNI
SÆT ER ÞÍN ÁRA LÁRA