REYKJAVÍK
Hundur í Reykjavík
postuli í Pragh
einn og hálfur maður
reykjandi tað.
Kashmír í húsbát
í Delhi bað
kóngur í Katmandu
og eilífðin kvað.
Reykjavík, þú ert
öndergránd í
stórborgum þjóða
kyrrlát vík, lítil
höfn við hafið.
Í regnvotu ræsi
við Austurstræti
liggur líkblár máni.
Augu þín mörg
geðklofin og þung
neonljósin skína
á andlitin ung.
Dreymin dansa tangó
með meksíkönskum stíl
brosandi líkþorn
í næturparadís.
Við ysta haf
fuglar kvaka
fara í kaf
dagar vaka.
Við sundin standa
fjöllin stillt
forvitin fótspor
nakin augnablik.
Í klaustri Katrínar
á Sínaiskaga
ligg ég veikur
hugsa tilbaka.
Eddugamla borg
mín vagga stóð
við þín torg og
þín epísku stræti.
Þú varst unnusta mín
á árum áður
lítil álfabyggð
á almannafæri.
Þegar ég fæ nóg
af útlenskum sið
munu kvöldbláir hljómar
veita mér grið.
Gangstéttum fjölgar
í litla bænum
musterismenning
með tískubúðum.
Brosandi villimenn
í sunnudagsfötum
bjóða ýmist
afnot eða sölu.
Steinrunnin hjörtu
á eftirlitisferð
komandi kynslóð
sefur vært.
En Drottins dagur
safnar völdum
háttlaus viðskipti
vaxandi misrétti.
Þú ert höfuðborg
í Hvergilandi
engin hús en
alltaf herbergi.
Þegar önd þín er öll
og blóm við þitt leiði
vakna sólstafir dagsins
og fara á seiði.
postuli í Pragh
einn og hálfur maður
reykjandi tað.
Kashmír í húsbát
í Delhi bað
kóngur í Katmandu
og eilífðin kvað.
Reykjavík, þú ert
öndergránd í
stórborgum þjóða
kyrrlát vík, lítil
höfn við hafið.
Í regnvotu ræsi
við Austurstræti
liggur líkblár máni.
Augu þín mörg
geðklofin og þung
neonljósin skína
á andlitin ung.
Dreymin dansa tangó
með meksíkönskum stíl
brosandi líkþorn
í næturparadís.
Við ysta haf
fuglar kvaka
fara í kaf
dagar vaka.
Við sundin standa
fjöllin stillt
forvitin fótspor
nakin augnablik.
Í klaustri Katrínar
á Sínaiskaga
ligg ég veikur
hugsa tilbaka.
Eddugamla borg
mín vagga stóð
við þín torg og
þín epísku stræti.
Þú varst unnusta mín
á árum áður
lítil álfabyggð
á almannafæri.
Þegar ég fæ nóg
af útlenskum sið
munu kvöldbláir hljómar
veita mér grið.
Gangstéttum fjölgar
í litla bænum
musterismenning
með tískubúðum.
Brosandi villimenn
í sunnudagsfötum
bjóða ýmist
afnot eða sölu.
Steinrunnin hjörtu
á eftirlitisferð
komandi kynslóð
sefur vært.
En Drottins dagur
safnar völdum
háttlaus viðskipti
vaxandi misrétti.
Þú ert höfuðborg
í Hvergilandi
engin hús en
alltaf herbergi.
Þegar önd þín er öll
og blóm við þitt leiði
vakna sólstafir dagsins
og fara á seiði.