 Bara svona hugdetta
            Bara svona hugdetta
             
        
    ég les og skil loksins
loka bókinni og leggst útaf
ligg og hugsa
ég hugsa og skil enn betur
loka augunum og sef
dreymi og hrýt
(hafðu samband við mig seinna og
við munum útkljá þessi deiluatriði
án þess að rugla aðra, bara við þrjú
ég, þú og þessi ranghugmynd þín)
ég vakna og skil ekkert
stend upp og ét
vaki og gleymi
    
     
loka bókinni og leggst útaf
ligg og hugsa
ég hugsa og skil enn betur
loka augunum og sef
dreymi og hrýt
(hafðu samband við mig seinna og
við munum útkljá þessi deiluatriði
án þess að rugla aðra, bara við þrjú
ég, þú og þessi ranghugmynd þín)
ég vakna og skil ekkert
stend upp og ét
vaki og gleymi

