Á borgarstrætum
Á borgarstrætum á björtu vori
þar vindar leika svo létt um kinn.
Það er sem fjörið úr fylgsnum þori
og þrengi sér inn um gluggann minn.
Og ég vil syngja í sunnanblænum
er sólin rauðgyllir ráðhúsvegg.
Það verður fagur hver skúr í bænum,
ég horfi á ástfanginn andarstegg.  
kristin
1943 - ...
lag Paulsen (sænskt)


Ljóð eftir kristinu

Sorg
Á borgarstrætum
Á hraða fyrir þig
dagurinn sem fór framhjá