dagurinn sem fór framhjá
Ég hef ekki enn litið við deginum í dag
hann er þó meira en hálfnaður.
Og ekki veit ég hvort hann líður
allur fram hjá mér
og öll tækifæri hans með.
En þá verður mér kanski á
að spyrja sem svo;
Nei, hvað varð af deginum,
er komið kvöld?
Og ég sem ætlaði......
Hvað?
Nei,svo sem ekkert.  
kristin
1943 - ...


Ljóð eftir kristinu

Sorg
Á borgarstrætum
Á hraða fyrir þig
dagurinn sem fór framhjá