Afkastaleysið
Léðar mér eru
til ljóðasmíða
valtar og stopular stundir.
Rykfallin harpa,
ryðgaðir strengir
nú verða leiknir lítt.

Undrastu ekki,
að mér verða
stuttorð ljóð og stirfin.
Hljóma þó innst
í hugardjúpi
fegri lög og lengri.  
Stephan G. Stephansson
1853 - 1927


Ljóð eftir Stephan G. Stephansson

Við verklok
Úr Íslendingadagsræðu 1904
Eftirköst
Afkastaleysið
Íslenska þokan
Dimmnætti
Útþynningar
Hugur og hjarta
Fósturlandið
Íslenskur kveðskapur