2. desember 2024
Stephan G. Stephansson
Meira um höfund:
<br>Stefán Guðmundur Guðmundsson var fæddur 3.október 1853 á Kirkjuhóli, í Seyluhreppi, í Skagafirði og ólst upp með foreldrum sínum á ýmsum bæjum í Skagafirði, uns fjölskyldan fluttist í Bárðardal í Þingeyjarsýslu, þegar hann var 15 ára. Þaðan lá leiðin vestur um haf til Bandaríkjanna og settist Stefán fyrst að í Wisconsinfylki, en 1889 fluttist Stephan, eins og hann nefndist í Vesturheimi, til Kanada og nam þar land í Albertafylki, austan Klettafjalla. Þar var Stefán bóndi til dauðadags.
<br><br>
Íslendingar hafa oft nefnt hann ?Klettafjallaskáldið".
<br><br>
Kona Stefáns var líka innflytjandi frá Íslandi. Hún hét Helga Jónsdóttir frá Mjóadal í Þingeyjasýslu. Þau eignuðust 8 börn, 6 þeirra komust til fullorðinsára.
þau misstu, Jón 3 ára gamlan og Gest 16 ára sem beið bana af því að snerta girðingarvír hlaðinn rafmagni, eftir þrumuveður.
<br><br>
Stefán naut engrar skólagöngu, en lærði snemma að lesa og draga til stafs í foreldrahúsum. Hann var bóndi og vann erfiðis vinnu allt sitt líf, en var sjálfmenntaður og afkastmikið ljóðskáld.
<br><br>
Ljóðasafn Stephans heitir Andvökur og er afar mikið af vöxstum(6 bindi) auk þess liggja eftir hann ritgerðir og bréf í 4 bindum.
<br><br>