Styðsta Ferðalagið
Ég horfi á einmana stúlku.
Það er ég...
Ég skrapp útúr líkama mínum um stund
og horfði á sjálfa mig.
Hafið hafði vaggað mér til djúps svefns.
Ég fylgdi mér eftir er hann bar mig uppá ströndina..
Ég heyri hróp og köll úr fjarlægð.
En allt í einu er sem togað væri í naflann á mér.
ÉG sameinaðist líkamanum
og hjarta mitt tók kipp.
\'Eg vakna og hósta upp sjó,
ég labbaði upp eftir ströndinni,
settist hjá móður minni og sagði
\"Mamma, ég drukknaði\"
Hún hrópaði og hélt ég væri draugur...  
Bryndís
1987 - ...
'Eg samdi þetta í þunglyndi eins og næstum öll mín ljóð, þetta er einskonar hreinsun fyrir mig. En það fjallar um þegar ég var 10 ára á Portúgal og ég drukknaði en ég var lífguð við, þetta er allt satt.


Ljóð eftir Bryndísi

Móðir Náttúra
Leyndarmál
Styðsta Ferðalagið
Viðrini að annara áliti