

tár mín glitra
í birtu kertaljósanna
haustið í sál minni
endurspeglast
í óteljandi litbrigðum
laufblaðanna
sem falla
líkt og logndrífa
fyrir utan gluggann
í vetur
þegar trén standa nakin
í storminum
og lífið
verður aðeins í svarthvítu
blika ískristallar
á vanga mínum
í birtu kertaljósanna
haustið í sál minni
endurspeglast
í óteljandi litbrigðum
laufblaðanna
sem falla
líkt og logndrífa
fyrir utan gluggann
í vetur
þegar trén standa nakin
í storminum
og lífið
verður aðeins í svarthvítu
blika ískristallar
á vanga mínum