Mýrasýsla
Á kvöldin les hann fyrir mig úr eglu eða laxdælu
strýkur lærin þegar segir frá akuryrkju og útreiðum
fer með dróttkvæði undir sænginni og grúfir sig
yfir brjóst mitt þegar
kappi
er
veginn
þessi kvöld þegar blikar á gráa gafla undir gömlu
tungli langar mig að heita guðrún eða ásgerður til
þess að heyra hann segja nafnið mitt sögulega oft.
strýkur lærin þegar segir frá akuryrkju og útreiðum
fer með dróttkvæði undir sænginni og grúfir sig
yfir brjóst mitt þegar
kappi
er
veginn
þessi kvöld þegar blikar á gráa gafla undir gömlu
tungli langar mig að heita guðrún eða ásgerður til
þess að heyra hann segja nafnið mitt sögulega oft.
Úr bókinni Hnattflug.
JPV, 2000.
Allur réttur áskilinn höfundi.
JPV, 2000.
Allur réttur áskilinn höfundi.