Ég sjálf
Sorgmæddir dagar í mínu lífi,
Ég sé allt svart
Ég sé skuggan sem hleypur á eftir mér
Lífið snýst um að rata út en ég virðist ekki ná neinum áttum.
Ég er hrædd
Ég er hrædd við að kynnast sjálfri mér
Ég er ringluð, það er allt að snúast eins og í hringeggju.
Ég geng með grímu svo enginn þekki mig.
Lífið mitt er eins og versta martröð.
En mig langar að þrauka þar til æðri máttur hefur náð tökum á mér og vísar mér leiðina að bata, hamingjuna og lífsglegðina sem ég þrái í líf mitt.
Ég er einmanna, ég vil bara vera ein,
ég sé lífið eins og
svört þoka
pirringur
ótti
og þráhyggja ber ég inni í mér og þori ekki að leyfa neinum að finna hvernig mér líður. Það er þessi frosna gríma sem lifir inn í mér.
Ég er hrædd við að taka hana í burtu, þori ekki að sýna neinum hver ég er.
Því ég er bara hrædd
Ég er hrædd við að lifa
Ég vil ekki lifa í þessum heimi.
Fel mig bak við skuggann minn en samt er ég hrædd við skuggann því hann eltir mig hvert sem ég fer.
Það eina sem ég vil fá aftur í mitt líf er
ég sjálf.
Ég sé allt svart
Ég sé skuggan sem hleypur á eftir mér
Lífið snýst um að rata út en ég virðist ekki ná neinum áttum.
Ég er hrædd
Ég er hrædd við að kynnast sjálfri mér
Ég er ringluð, það er allt að snúast eins og í hringeggju.
Ég geng með grímu svo enginn þekki mig.
Lífið mitt er eins og versta martröð.
En mig langar að þrauka þar til æðri máttur hefur náð tökum á mér og vísar mér leiðina að bata, hamingjuna og lífsglegðina sem ég þrái í líf mitt.
Ég er einmanna, ég vil bara vera ein,
ég sé lífið eins og
svört þoka
pirringur
ótti
og þráhyggja ber ég inni í mér og þori ekki að leyfa neinum að finna hvernig mér líður. Það er þessi frosna gríma sem lifir inn í mér.
Ég er hrædd við að taka hana í burtu, þori ekki að sýna neinum hver ég er.
Því ég er bara hrædd
Ég er hrædd við að lifa
Ég vil ekki lifa í þessum heimi.
Fel mig bak við skuggann minn en samt er ég hrædd við skuggann því hann eltir mig hvert sem ég fer.
Það eina sem ég vil fá aftur í mitt líf er
ég sjálf.
samið 23.Mars 2003