Áraskiptin 1901 - 1902
Rís heil, þú sól, sem enn oss færir ár,
það ár, sem þjóð vor lengi muna skal!
Rís heil, með sigurmark um bjartar brár
og bjarma roðin upp af tímans val.
Þú ljóssins drottning! blessa berg og dal,
þín birta læsi sig um fólksins hug,
til starfs og þroska vek þú hrund og hal,
á horfins tíma meinum vinn þú bug,
og vektu traust og trú og forna dáð og dug.  
Hannes Hafstein
1861 - 1922


Ljóð eftir Hannes Hafstein

Stormur
Nei, smáfríð er hún ekki
Þorsklof
Sprettur
Fjalldrapi
Ástarjátning
Sprettur
Strikum yfir stóru orðin
Þegar hnígur húm að Þorra
Vísur á sjó
Hraun í Öxnadal
Draumur
Áraskiptin 1901 - 1902
Ást og ótti