Sjálfstæð tilvera með tréfót
...og kofinn hrundi til grunna
kóngulærnar mega spinna sína vefi
illgresið má vaxa óáreitt
í rústunum okkar...
en naflinn minn bíður eftir
að þú klárir að syngja þitt karókí
því rykfallin minning hnerraði í gær
kóngulærnar mega spinna sína vefi
illgresið má vaxa óáreitt
í rústunum okkar...
en naflinn minn bíður eftir
að þú klárir að syngja þitt karókí
því rykfallin minning hnerraði í gær