Sjálfstæð tilvera með tréfót
...og kofinn hrundi til grunna
kóngulærnar mega spinna sína vefi
illgresið má vaxa óáreitt
í rústunum okkar...

en naflinn minn bíður eftir
að þú klárir að syngja þitt karókí
því rykfallin minning hnerraði í gær
 
Guðný Björg
1982 - ...


Ljóð eftir Guðnýju

Sjálfstæð tilvera með tréfót
Viljið þér ost herra ? ?
Mínus höggormurinn
Almættið er
Óveður
(of stutt) langavitleysa
Illa blóð