Óveður
óveður úti
klingir í peningunum
vösum þeirra í

tveir útigangsmenn
á hraðferð um nóttina
vindurinn ber þá

feykir þeim á brott
fangar kapítalismans
finna hvergi skjól

hvaðan kom´essar
kynjaverur sem læðast?
gleymdar á morgun

þyrlast burt rykið
í óveðrum sem þessum
nakinn sannleikur

fárveður úti
klingir í kóktöppunum
vösum þeirra í
 
Guðný Björg
1982 - ...


Ljóð eftir Guðnýju

Sjálfstæð tilvera með tréfót
Viljið þér ost herra ? ?
Mínus höggormurinn
Almættið er
Óveður
(of stutt) langavitleysa
Illa blóð