Ariana
Ég heiti Ariana,
viltu kyssa sárið mitt?
Ég heiti Ariana,
ég elska alla,
elskarðu mig?
Ég heiti Ariana,
ég á 27 unnusta,
viltu giftast mér?

Ég hika í stutta stund,
stutt,
örstutt,
minna heldur en það tekur að lesa þetta,
eða þetta.
Í raun hikaði ég ekki,
andartakið fraus.

Já.

Ég heiti Ariana,
ég á 28 unnusta,
viltu giftast mér?  
Gunnar Liljendal
1984 - ...


Ljóð eftir Gunnar Liljendal

Ariana
Sögur
Fyrirboðar
Í eyðimörkinni
Mólakúlú
Øst for Paradis
Skrifað 7. febrúar 2006: Þegar kynslóðin sem mundi var að mestu horfin.