Í helli bjarnarins
Þig dreymir um útgöngu
úr hellinum sem þú hefur
verið í svo lengi.
Hellirinn sem þér finnst
svo dimmur og kaldur
er að gera þig brjálaða.

Lyktin og hárin af
birninum sitja á þér.
Þú bíður og bíður eftir
að dyrnar opnist og að
þér verði hleypt út.

En innst inni veistu
að það eru engar dyr
á helli.  
ilmur
1984 - ...


Ljóð eftir ilm

Dimman
Fyrirgefðu
Dæmd til að sofa
Ég fylgist með
Dómsdagur
Í helli bjarnarins
Er einhver að hlusta?
Stúlkan
Janúarmorgun