Stúlkan
Í fjarlægri þoku langt í burtu,
er lítil stúlka vilt í fölskum draumi.
Hún stendur ein þar sem allir sjá hana
en hún sér engan.
Hún sér ekkert nema freistinguna
sem er að vinna samviskuna.
Hún óskar þess að þokan verði meiri
og meiri svo hún sjái ekki þegar veruleikin hleypur í burtu.
Hún á ekki lengur neitt nema
minninguna af því góða sem hún átti,
Samviskuna.  
ilmur
1984 - ...


Ljóð eftir ilm

Dimman
Fyrirgefðu
Dæmd til að sofa
Ég fylgist með
Dómsdagur
Í helli bjarnarins
Er einhver að hlusta?
Stúlkan
Janúarmorgun