

Land míns föður, landið mitt
laugað bláum straumi
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
þetta auglit elskum vér,
- Ævi vora á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.
Hvort sem krýnist þessi þjóð
þyrnum eða rósum
hennar sögur, hennar ljóð,
hennar líf vér kjósum.
Ein á hörpu ísa og báls
aldaslag síns guðamáls
æ hún leiki ung og frjáls
undir norður ljósum.
laugað bláum straumi
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
þetta auglit elskum vér,
- Ævi vora á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.
Hvort sem krýnist þessi þjóð
þyrnum eða rósum
hennar sögur, hennar ljóð,
hennar líf vér kjósum.
Ein á hörpu ísa og báls
aldaslag síns guðamáls
æ hún leiki ung og frjáls
undir norður ljósum.
Allur réttur áskilinn börnum skáldsins.