Kalda Ísland
Ég var svikinn af guði,
þeim sem öllu á að ráða.
Ég bý á Íslandi
það á að vera kalt hér.
Nú er ekki kalt,
nú er kæfandi hiti.

Því svíkur þú mig guð,
sem öllu átt að ráða.
mér var lofað kulda
en við það er ekki staðið.
Ég er ekki hannaður fyrir þetta
Ég er ekki með loftkælingu
eins og stóru bílarnir
Er ég kannski bara lítill
lítils verður bíll.

Ég vil fá kuldann sem mér var
lofað við fæðingu.
Ég vil gamla Ísland.

Því sveikstu mig Guð
sem öllu átt að ráða.
Ræður þú kannski ekki neinu ?

 
Kristinn
1972 - ...
Ég er ekki hannaður fyrir hita yfir 15 gráður á Celsíus , og þætti vænt um ef thermoið yrði stillt undir það...


Ljóð eftir Kristinn

skilnaður
Þú mín kæra
Dóttir
Kalda Ísland