Dauðaþögn
eitt slær hjarta mitt
án þín í nóttinni
niðadimmri nóttinni

hlýgræn augu þín
lukt í hljóðu myrkrinu
grafarhljóðu myrkrinu

þíður söngur þinn
dó í kaldri þögninni
kaldri grafarþögninni  
Pétur Tyrfingsson
1953 - ...
Hvernig skal lýsa því þegar maður sjálfur deyr með dauða annars? (1987)


Ljóð eftir Pétur Tyrfingsson

Blús
Dauðaþögn
Út um stofugluggann
Flóabardagi
Miðaldra
Nýir tímar
Vísa
Þegar náttar
Heimaverkefni