Miðaldra
ég rakti spor mín
alla þessa löngu leið
og fann sjálfan mig
helsærðan í valnum

í fjarska
vopnagnýr

undir hjarninu
bíða ungar villtar vonir

og draumar bjartra daga
harðir undir tímans tönn
 
Pétur Tyrfingsson
1953 - ...
(1993)


Ljóð eftir Pétur Tyrfingsson

Blús
Dauðaþögn
Út um stofugluggann
Flóabardagi
Miðaldra
Nýir tímar
Vísa
Þegar náttar
Heimaverkefni