

ég rakti spor mín
alla þessa löngu leið
og fann sjálfan mig
helsærðan í valnum
í fjarska
vopnagnýr
undir hjarninu
bíða ungar villtar vonir
og draumar bjartra daga
harðir undir tímans tönn
alla þessa löngu leið
og fann sjálfan mig
helsærðan í valnum
í fjarska
vopnagnýr
undir hjarninu
bíða ungar villtar vonir
og draumar bjartra daga
harðir undir tímans tönn
(1993)