ósnortinn
ég þekki mig ekki lengur
hugur minn leitar
enn á ný
á þínar slóðir
freistandi sem aldrei fyrr

og þú stendur kyrr
eins og klettur
harður og án hitans
sem innra með mér brennur

ég fæ aðeins að snerta
þitt ytra borð
renni fingrum mínum
yfir kaldheita húð þína
reyni að ná dýpra

en fæ þó aðeins
notið til hálfs
 
Ingibjörg Ágústsdóttir
1970 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu Ágústsdóttur

ósnortinn
Munaðarnes (sólarlag)
Fiðrildi (I)
Fiðrildi (II)
ég er ströndin
nýtt ljós
Yfir lækinn
Ghost of my heart
Melons after midnight
þessi stóri