Fiðrildi (I)
ég geng um móann
fiðrildin í grasinu
fljúga upp og svífa
sem litlir hvítir englar
um allt

galdraverk kraftaverk
undursamleg náttúrunnar verk
færa mér boðskap
um fagran tilgang
lífsins
fljúga og fanga mig
hjarta mitt og sál

en í augum þeirra er ég
eflaust bara
ógnarstór og hættuleg
skessa sem veður í skeytingarleysi
um öll þeirra lönd
án nokkurs tillits til
lífs þeirra og tilveruréttar
 
Ingibjörg Ágústsdóttir
1970 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu Ágústsdóttur

ósnortinn
Munaðarnes (sólarlag)
Fiðrildi (I)
Fiðrildi (II)
ég er ströndin
nýtt ljós
Yfir lækinn
Ghost of my heart
Melons after midnight
þessi stóri