nýtt ljós
ómskuggar dagsins
fögur jörð
spegilmyndin mín
við sandinn

horfin inn í ljósið
sé sjálfa mig á ný
upp á nýtt

hleyp í tryllingi
gleðiær
algleymið er nærri

ég hef uppgötvað
það innsta skrín
fyllt gersemum
sjálfsins

hleyp um sandinn
og skrifa þar
full játninga
feimnislaus

ströndin þakin
nýju ljósi
 
Ingibjörg Ágústsdóttir
1970 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu Ágústsdóttur

ósnortinn
Munaðarnes (sólarlag)
Fiðrildi (I)
Fiðrildi (II)
ég er ströndin
nýtt ljós
Yfir lækinn
Ghost of my heart
Melons after midnight
þessi stóri