ég er ströndin
ég er ströndin
veðruð og sorfin
sem lognstilltur sjórinn
gælir við á góðviðrisdögum
létt eins og hljóðlausum
orðum sé hvíslað
á andvökunóttum
og bíðandi myrkrið
ber með sér hafsins
kraumandi þrá
þegar hvessir
í ólgandi ástríðuþunga
með höndunum hvítu
mér öldurnar strjúka
og ofsafullt brimið
mig dregur í freyðandi fang sitt
fyllt af ærandi von
svo ákaft sem ástþrungnum
orðum sé hvíslað
á eldheitum nóttum
veðruð og sorfin
sem lognstilltur sjórinn
gælir við á góðviðrisdögum
létt eins og hljóðlausum
orðum sé hvíslað
á andvökunóttum
og bíðandi myrkrið
ber með sér hafsins
kraumandi þrá
þegar hvessir
í ólgandi ástríðuþunga
með höndunum hvítu
mér öldurnar strjúka
og ofsafullt brimið
mig dregur í freyðandi fang sitt
fyllt af ærandi von
svo ákaft sem ástþrungnum
orðum sé hvíslað
á eldheitum nóttum