Dapurleiki
Ég var ekki dapur
þegar ég leit í augu þín
eða þegar þau litu á mig.
Máttvana af þreytu
og gleði.
Ég var ekki dapur
þegar rósrauðar varir þínar
léku sér að mínum.
Þegar líkami þinn
hné örmagna niður
og bauð góða nótt.
Ég var ekki dapur
næsta morgunn,
þegar þú hallaðir þér
á öxl mína
og brostir til mín.
Ég var heldur ekki dapur
þegar þú varst fastagestur
í mínum draumum.
Né þegar mynd þín
birtist mér í hvert sinn
sem augu mín lokuðust.
Nei, ég var ekki dapur.
Ekki þá.
þegar ég leit í augu þín
eða þegar þau litu á mig.
Máttvana af þreytu
og gleði.
Ég var ekki dapur
þegar rósrauðar varir þínar
léku sér að mínum.
Þegar líkami þinn
hné örmagna niður
og bauð góða nótt.
Ég var ekki dapur
næsta morgunn,
þegar þú hallaðir þér
á öxl mína
og brostir til mín.
Ég var heldur ekki dapur
þegar þú varst fastagestur
í mínum draumum.
Né þegar mynd þín
birtist mér í hvert sinn
sem augu mín lokuðust.
Nei, ég var ekki dapur.
Ekki þá.
Birtist fyrst í ljóðabókinni "Fyrsta augnagot" sem kom út árið 2001.
Allur réttur áskilinn höfundi
Allur réttur áskilinn höfundi