Græðgin og góðmennskan.
Ég er sá sem hverfur smátt og smátt
ég vil allt fyrir þig gera
og geri það sem ég get
allir vilja kroppa í mig
sölumenn liggja á mér
og þykjast gefa eitthvað
nútíminn er að sliga okkur öll
allir ætla að græða eftir sömu uppskrift
þegar ég hef fjarað út
skuluð þið minnast mín
sem mannsins sem gaf of mikið
af sjálfum sér
hann var étinn innanfrá
og samviskan át restina.  
Óðinn Hilmisson
1965 - ...


Ljóð eftir Óðinn Hilmisson

Eftirsjá.
Fermingin þín.
Grimmdin.
Aðalsteinn Frækni.
Sýndarvinátta.
Hún kemur
Hinir útvöldu.
Græðgin og góðmennskan.