

Allir fæðast með sinn tilgang,
ég er fæddur til að þjást.
Líkt og fjara fylgir flóði,
fylgir sorgin minni ást.
Vandamál á hverju horni,
þau mér gefa aldrei frið.
Skiptir engu hvað ég geri,
eru þar er ég sný mér við.
Lífið mitt, eitt stórt klúður,
misheppnað allt í gegn.
Myrkrið alltaf hjá mér ríkir,
stanslaus vindur, eilíft regn.
ég er fæddur til að þjást.
Líkt og fjara fylgir flóði,
fylgir sorgin minni ást.
Vandamál á hverju horni,
þau mér gefa aldrei frið.
Skiptir engu hvað ég geri,
eru þar er ég sný mér við.
Lífið mitt, eitt stórt klúður,
misheppnað allt í gegn.
Myrkrið alltaf hjá mér ríkir,
stanslaus vindur, eilíft regn.