Misheppnaður
Allir fæðast með sinn tilgang,
ég er fæddur til að þjást.
Líkt og fjara fylgir flóði,
fylgir sorgin minni ást.

Vandamál á hverju horni,
þau mér gefa aldrei frið.
Skiptir engu hvað ég geri,
eru þar er ég sný mér við.

Lífið mitt, eitt stórt klúður,
misheppnað allt í gegn.
Myrkrið alltaf hjá mér ríkir,
stanslaus vindur, eilíft regn.  
Þór
1983 - ...


Ljóð eftir Þór

Samheiti/andstæða.
Deyjandi Rós.
Ofsóknir
Rotnaðar minningar
Sjónhverfing þín.
Tár í myrkrinu
Misheppnaður
Fortíðin
Ósýnilegur