Hjal elskuhugans
Í hvert sinn
sem ég lít
í græn augun þín.
Verð fyrir
þægilegu áreiti
af þínu kastaníubrúna hári
sem rennur til mín
líkt og áin Adigi
rennur yfir bakka Verónu,
borgar elskenda.
Eða finn fyrir
sætu kirsuberjabragði af vörum þínum.
Veit ég að þú ert sú
sem hjarta mitt þráir.  
Eðvald Einar Stefánsson
1973 - ...
Tileinkað ástinni...


Ljóð eftir Eðvald Einar Stefánsson

Viska
Dapurleiki
Óður til brúðartertu
Hjal elskuhugans
Óður til skálds
Óður til útsýnis