Það er flugstjórinn sem talar.
Að trúa þér og þínum vörum
var ekki til neins.
Þú eyðir í aðra miður orðum,
og reynist alveg eins.

Þú elskast heitt, villt sem úlfur
með opna sál svo tæra,
orðaflaumur, lygar, bull
á öxlum sauðagæra.

Vertu hreinn er konur tælir,
snúðu ei hjarta til steins
og mundu að þær er agnið grípa
eru ekki eins.

Fermón, fímón, froðu skjall
lítið úr mér hannað,
ég setti þig á hærri stall
en núna sé ég annað.

Aðeins til að komast inn
vergjarn seint að kveldi.
ég hélt þú ættir hjarta innst
fullt að hlýju og eldi.

Ég vissi rétt framan að
um eðli þinna orða,
þú leiddir mig um lygavef
með fólsku þinna gjörða.

Í sálu minni viðkvæm blíð,
þú þóttist skilja það.
Aum var ég að opna mig,
og segðu mér "fyrir hvað"?

 
soffa
1970 - ...
Með einsett takmark að leiðarljósi svífst manneðli einskis, tilfinning hvað?


Ljóð eftir soffu

Djöflaterta með englakremi.
Dæmd
veikt eðli
Blindfold
Það er flugstjórinn sem talar.