Skiluru mig?
Skiluru mig dofni gaur?
Skiluru mig litli maur?
Skiluru mig unga víf?
Skiluru mig grimma líf?

Skiluru mig Drottins prestur?
Skiluru mig óboðni gestur?
Skiluru mig snobbaða tík?
Skiluru mig liðna lík?

Skiluru mig litli krakki?
Skiluru mig FM-hnakki?
Skiluru mig fagra fljóð?
Skiluru mitt skilnings ljóð?  
Ragnarök
1988 - ...
Ég segi stöðugt "Skiluru mig?" og hefur fólk að vera að skjóta á mig út af því.
Þetta ljóð er tileinkað þeim.
Ath: Skilurðu mig er stafsett vitlaust viljandi til að sýna hvernig ég segi það.


Ljóð eftir Ragnarök

Vont, verra, verst.
Skiluru mig?
Snjókornið
Jólaskapið
Vakningarkall hins heyrnarlausa