ég vil
vil kunna orð að meta,
fótum feta í málfari,
vera aðeins fágaðri.
sjá heildarmynd úr óreiðu,
hvílík synd að hafa þessa eyðu.
kalla naktan kveikiþráð
hentuga bráð
hef nú með forvitni sáð,
von um hvíta rós,
sé í hjartanu leynist lítið ljós.

 
Lia
1982 - ...


Ljóð eftir Liu

Óður til geðhvarfar
inní mér
lísa í undralandi
klukkan þrjú á laugardagsnótt
tjáningarbland í poka
hraðskrift á ritvél
stikkorð tjáningar minnar
te og sígó
í sjónum sé ég
que anida
éso þreytt
kvísl
lögmál heimsins, held ég.
ég vil