Sprettur
Ég berst á fáki fráum
fram um veg.
Mót fjallahlíðum háum
hleypi ég.
Og golan kyssir kinn.
Og á harða, harða spretti
hendist áfram klárinn minn.

Það er sem fjöllin fljúgi
móti mér,
sem kólfur loftið kljúfi
klárinn fer.
Og lund mín er svo létt,
eins og gæti ég gjörvallt lífið
geisað fram í einum sprett.  
Hannes Hafstein
1861 - 1922


Ljóð eftir Hannes Hafstein

Stormur
Nei, smáfríð er hún ekki
Þorsklof
Sprettur
Fjalldrapi
Ástarjátning
Sprettur
Strikum yfir stóru orðin
Þegar hnígur húm að Þorra
Vísur á sjó
Hraun í Öxnadal
Draumur
Áraskiptin 1901 - 1902
Ást og ótti