Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd
Ef byggir þú, vinur, og vogar þér hátt,
og vilt, að það skuli ekki hrapa:
þá legðu þar dýrustu eign, sem þú átt,
og allt, sem þú hefur að tapa.
Og fýsi þig yfir til framtíðarlands
og finnist þú vel getir staðið,
þá láttu ekki skelfa þig leiðsögn hans,
sem leggur á tæpasta vaðið.
Og þó það sé best hann sé þrekinn og stór,
sem þjóðleið um urðir vill brjóta,
þá hræðstu það ei, að þinn armur er mjór,
því oft verður lítið til bóta.
Við þjóðbrautir alda um aljarðar skeið
að iðju þótt margir séu´ knáir,
þá velta þó fleiri þar völum úr leið,
sem veikburða eru og smáir.
Og stansaðu aldrei, þó stefnan sé vönd
og stórmenni heimskan þig segi;
ef æskan vill rétta þér örvandi hönd,
þá ertu á framtíðar vegi.
Þótt ellin þér vilji þar víkja um reit,
það verður þér síður til tafar;
en fylgi´ hún þér einhuga in aldraða sveit,
þá ertu á vegi til grafar.
og vilt, að það skuli ekki hrapa:
þá legðu þar dýrustu eign, sem þú átt,
og allt, sem þú hefur að tapa.
Og fýsi þig yfir til framtíðarlands
og finnist þú vel getir staðið,
þá láttu ekki skelfa þig leiðsögn hans,
sem leggur á tæpasta vaðið.
Og þó það sé best hann sé þrekinn og stór,
sem þjóðleið um urðir vill brjóta,
þá hræðstu það ei, að þinn armur er mjór,
því oft verður lítið til bóta.
Við þjóðbrautir alda um aljarðar skeið
að iðju þótt margir séu´ knáir,
þá velta þó fleiri þar völum úr leið,
sem veikburða eru og smáir.
Og stansaðu aldrei, þó stefnan sé vönd
og stórmenni heimskan þig segi;
ef æskan vill rétta þér örvandi hönd,
þá ertu á framtíðar vegi.
Þótt ellin þér vilji þar víkja um reit,
það verður þér síður til tafar;
en fylgi´ hún þér einhuga in aldraða sveit,
þá ertu á vegi til grafar.
Ljóðið birtist fyrst í blaðinu ,,Sunnanfara", sem hóf göngu sína í Kaupmannahöfn á miðju sumri árið 1891. Tilefni kvæðisins var að landar hans í Höfn færðu honum dálitla peningagjöf 15. febrúar árið 1893, en ljóðið birtist í marsblaðinu það ár