Í draumi
Þú vitjaðir mín í draumi
tókst í hönd mína svo þétt
lést mig vita í laumi
að það væri satt og rétt.
Ég hitti þig undir bjarginu
þú faðmaðir mig svo ljúft
ég kvaddi þig við hafið
sem er svo breitt og djúpt.
Í svarnættinu þú lýstir
kærleikur var þín gjöf
sorgin enn hún nýstir
ég stend við þína gröf.
Ef englar eru menn
þú ert nú einn af þeim
þú hefur fundið friðinn
loks þú ert kominn heim.
Í vitund minni í nótt
þú lagðir hönd á hjarta mér
við hittumst allt var hljótt
þú ert ennþá hér.
Brostið er mitt hjarta
því ég sé þig ekki meir
sál þín ljúfa bjarta
ég veit hún aldrei deyr.
Yfir mér þú vakir
þú vitjaðir mín í nótt
úr hjarta mér takir
allt sem ekki er rótt.
Þú opnað hefur gáttir
úr hjartans fylgsnum streyma
sem aldrei grunaði að ég átti
en þú veist hvað hefur að geyma.
Þú sagðir mér líka í nótt
hver veginn vísað hefur
þú þurftir að fara fljótt
til hans sem allt gefur.
Vært þú nú sefur
og svífur um alvalds heim
í örmum hans sem allt gefur
hvílir og felur þeim.
Líf þitt og önd
samt þú vitjar mín
rétt í þann mund
þú veist ég sakna þín.
tókst í hönd mína svo þétt
lést mig vita í laumi
að það væri satt og rétt.
Ég hitti þig undir bjarginu
þú faðmaðir mig svo ljúft
ég kvaddi þig við hafið
sem er svo breitt og djúpt.
Í svarnættinu þú lýstir
kærleikur var þín gjöf
sorgin enn hún nýstir
ég stend við þína gröf.
Ef englar eru menn
þú ert nú einn af þeim
þú hefur fundið friðinn
loks þú ert kominn heim.
Í vitund minni í nótt
þú lagðir hönd á hjarta mér
við hittumst allt var hljótt
þú ert ennþá hér.
Brostið er mitt hjarta
því ég sé þig ekki meir
sál þín ljúfa bjarta
ég veit hún aldrei deyr.
Yfir mér þú vakir
þú vitjaðir mín í nótt
úr hjarta mér takir
allt sem ekki er rótt.
Þú opnað hefur gáttir
úr hjartans fylgsnum streyma
sem aldrei grunaði að ég átti
en þú veist hvað hefur að geyma.
Þú sagðir mér líka í nótt
hver veginn vísað hefur
þú þurftir að fara fljótt
til hans sem allt gefur.
Vært þú nú sefur
og svífur um alvalds heim
í örmum hans sem allt gefur
hvílir og felur þeim.
Líf þitt og önd
samt þú vitjar mín
rétt í þann mund
þú veist ég sakna þín.