Sofa urtu börn
Sofa urtu börn
á útskerjum,
veltur sjór yfir,
og enginn þau svæfir.

Sofa kisu börn
á klerhlemmum,
murra og mala,
og enginn þau svæfir.

Sofa grýlu börn
á grjóthólum,
urra og ýla,
og enginn þau svæfir.

Sofa bola börn
á báshellum,
moð fyrir múla,
og enginn þau svæfir.

Sofa manna börn
í mjúku rúmi,
bía og kveða
og pabbi þau svæfir.  
Sveinbjörn Egilsson
1791 - 1852


Ljóð eftir Sveinbjörn Egilsson

Til Kristínar
Sofa urtu börn
Nú legg ég augun aftur
Allir krakkar
Kristín segir tíðindi
Kristín litla
Bí, bí og blaka
Barnagælur
Heims um ból