Til Kristínar
Kristín litla, komdu hér
með kalda fingur þína.
Ég skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.

Eitthvað tvennt á hné ég hef,
heitir annað Stína.
Hún er að láta lítið bréf
í litlu nösina sína.

Fuglinn segir bí bí bí
bí bí segir Stína.
Kveldúlfur er komin í
kerlinguna mína.  
Sveinbjörn Egilsson
1791 - 1852


Ljóð eftir Sveinbjörn Egilsson

Til Kristínar
Sofa urtu börn
Nú legg ég augun aftur
Allir krakkar
Kristín segir tíðindi
Kristín litla
Bí, bí og blaka
Barnagælur
Heims um ból