Bið
Ein ég sit hér og bíð eftir þér,

En ég veit ei hvað skeður eða hvernig það fer,

Hvort þú viljir vera án mín eða vera með mér.



En eitt ég veit, og það er hvað hjarta mitt velur,

En án allra kosta það vilja minn felur,

En hjarta mitt bíður og mínútur telur.



Í fjarskanum sé ég það ljós sem ég elti,

En byrgði ég ber og treganna belti,

Og sit því með sorg, því ást mína ég fellti.



En nú er ég nær eftir allan þennan tíma,

Eftir að hafa þurft við sorgina að glíma,

Og ást inn á líf mitt ég ætla mér að líma.



En spurningin um hvort að límið það torgi,

Hvort allt verði að lokum að sársaukaorgi.

Er spurning sem ég held að ekki sig borgi.



Því svörin þau koma með tíma sem mun líða,

Og vonandi kulið af hjarta mínu þýða,

Því ætla ég að róst, setjast niður og bíða.


 
Íris
1989 - ...


Ljóð eftir Írisi

Hvers vegna?
Bjargvættur
Í húmi nætur
...Hvað var að ske..?
Bið
Lykill af hjarta mínu
Minn fremsti vinur
Ástandið
Ástarfár
Þú
Vegur lífsins