Vegur lífsins
Ég sný mér nú við, og sé þar bregða ljósi,

geng að því, en næ ei mínum áttum.

Er ég blind?

Er ég veik?

Eða ná tilfinningarnar mínar ekki sáttum?

Ein vill þetta, önnur vill hitt,

alveg sama hvað ég hugsa..

Ég finn ekki mitt.

Mér líður svo tómri, mér líður svo auðri,

en af öllu þá líður mér

innst inni dauðri.

Mitt hjarta það þráir einn ákveðinn mann,

en sá maður hann veit ekki skil á sínum vilja.

Ég glataði honum um leið og ég hann fann,

en nú vilja myrkrið og sorgin hann hylja.

En um leið og ég hugsa, hvort hann vilji með mig hafa,

þá átta ég mig á, hvar vinir mínir lafa.

Lafa og biðja mig um að ég teygji mig að þeim,

því hjá þeim ég er víst alltaf velkomin heim.

Ég er afar þakklát fyrir vináttu sem slíka,

og að ég skipti þá máli eins og þeir gera mér líka.

En þessa hamingju sem er stimpluð inn á líf hverra manna,

hana finn ég ekki, alveg sama hvar ég kanna.

Því spái ég og spyr hvort að lífið sé þess virði,

og svarið er já, því allir bera byrgði.

En ég veit að mín er þung, og heiftarlegt að bera,

en án þinnar hjálpar er lítið hægt að gera .

Því bið ég þig að koma og hjálpa mér á fætur,

annars mun ég falla og slíta lífsins rætur.

Ég elska þig í dag, og mun gera jafnt sem á morgun,

þótt lífið sé að pynta mig og drekkja mér í sorgum.

En án lífs væri engin ég, og án mín væri ekkert líf,

og með þessum trega orðum á bak lífsins stíg.

En bakið það ber fleiri og ég pantaði bestu sætin,

en sætin eru viðkvæm, svo við verðum að vera gætin.

En ef þú fylgir mér á enda og sleppir mér aldrei,

þá vona ég svo mikið að í hamingju ég mun lenda.

Svo ertu til í að fá þér aðgangskort að ástinni?

Og sem vinur með mér ganga, og vinur með mér lifa?

Þetta er eigi samningur sem þú þarft að undirskrifa.

Heldur einungis í traustið þarf maður að halda,

í gegnum þessa tilveru, illkvittna og kalda.

Svo gakktu með mér vinur og sjáum svo hvað setur,

og lærum í sameiningu að gera hluti betur.
 
Íris
1989 - ...


Ljóð eftir Írisi

Hvers vegna?
Bjargvættur
Í húmi nætur
...Hvað var að ske..?
Bið
Lykill af hjarta mínu
Minn fremsti vinur
Ástandið
Ástarfár
Þú
Vegur lífsins