

Hinn gullni meðalvegur
er hvorki gullinn
né auðfinnanlegur (þótt nafnið bendi til annars)
Hann liggur upp bratta fjallshlíð,
grýttur, á köflum
illfær
Við veginn stendur fjöldi
auglýsingaskilta sem hvetja þig
til að ganga aðrar, auðveldari leiðir
Þú sérð stóran hluta samferðamanna þinna
villast af leið í leit að móðurkviði
Skylda þín, sem fullorðins manns,
er að bíta á jaxlinn,
stika slóðina og sýna fram á
að hún sé fær
Ef þér mistekst er áfangastaðurinn Entrópía
(sem er, nota bene, ekki land í Afríku)
er hvorki gullinn
né auðfinnanlegur (þótt nafnið bendi til annars)
Hann liggur upp bratta fjallshlíð,
grýttur, á köflum
illfær
Við veginn stendur fjöldi
auglýsingaskilta sem hvetja þig
til að ganga aðrar, auðveldari leiðir
Þú sérð stóran hluta samferðamanna þinna
villast af leið í leit að móðurkviði
Skylda þín, sem fullorðins manns,
er að bíta á jaxlinn,
stika slóðina og sýna fram á
að hún sé fær
Ef þér mistekst er áfangastaðurinn Entrópía
(sem er, nota bene, ekki land í Afríku)