Púkinn ég
Heima hjá mér býr púki
lítill skrýtinn púki
-sem enginn sér.
Þegar ég er ekki heima
eða þegar ég er sofandi
þá kemur hann fram
draslar til
og hendir fötunum mínum á gólfið svo mamma verður reið og skammar mig!
Þessi litli púki
-líkist mér.  
Ragnhildur Lára
1981 - ...


Ljóð eftir Ragnhildi Láru

Púkinn ég
Draumur í lit
Líðan mín
Biðin