Nístir þrá
Ég hvíldi undir væng þínum minn eilífi faðir, mín nærandi móðir.

Um hvert kvöld,eftir að sólin hafði gengið til þurrðar þá komstu til mín, minn almáttugi faðir og gafst mér ást þína skilyrðislaust.

Hvernig féll ég frá þér mín elskulega móðir. Ég sem var eitt sinn eilíft barn í örmum þínum. Ég sem átti ávallt skjól í hjarta þínu.

Hversvegna þurfti ég að slíta barnsskónum og gleyma uppruna mínum. Hversvegna þurfti ég að ganga einn án öryggis þíns og falla út frá þér. Ég sem eilífðin hafði velþóknun á.

Þú horfðir á eftir mér þar sem ég ráfaði um í myrkri fávisku og efaðist um eigið ágæti. Og gleymdi mér!

Hugurinn tók yfir og þaggaði niður í hjartanu og mér sveið.
Tómleikinn tók við með sinn kalda raunveruleika sem nísti mitt fagra hjarta. Ég tapaði mér í hlutum sem ég skapaði.
Ég tók upp aðra leið og skapaði mér framtíð sem var til einskis. Óttinn tók yfir með sinn her sem stormaði yfir hjartað mitt, hjartað mitt sem er þitt. Ég gleymdi þér í heimsku óttans.

Framtíðin þótti björt,þrátt fyrir fortíðardrauginn sem hvíldi þungt á mér,og hann skilaði sér til viðja minna. Framtíðin varð eins og fortíðin því ég lifði í ótta um allt sem skipti engu.

Ég þarfnast þín minn eilífi faðir,lifðu í gegnum mig. Ég er þinn elskaði sonur, ég sem gleymdi mér. Ég þarfnast þín og ég veit þú þarfnast mín. Ég vill lifa í gegnum þig því ég er eilífur í þér.

Ég veit nú hver ég er ,ég hef fundið uppruna minn í þér og vil aðeins heim, heim ó drottinn,heim í hjarta þitt. Hvíla á ný í örmum þínum mín elskulega móðir nærandi, ég er kominn heim.  
Atman
1978 - ...


Ljóð eftir Atman

FRIÐUR
Nafnlaust
Hvítur friður -Svartur ósiður
Tómið
ÉG
Stríðið við mig sjálfan
Spurningar
Heim
Blóðgrjót(Palestína)
Gyðingur
Einskis
Hugmynd
Ástæða skilnings
Satan
Tími
Nístir þrá
Vastness
Orð
Það er spurning
Heimleið
Guð
Heimkoma
Sjá
Skynjun
Hugleiðingar heimsks manns
Traust
Allt