Tikk takk
Tikk takk tíminn líður.
Hann líður bara ekki nógu hratt.
Þannig er nú tíminn,
Maður tekur alls ekki eftir honum
þegar einskins er að vænta.
En þegar maður vildi helst
spóla áfram, heilu dagana og
vikurnar, þá kemur tíminn og
skellir sínum þungu skönkum
í veginn fyrir mann.
Bara til þess að vera viss um að
maður gleymi honum aldrei.
"Tíminn flýgur" segir gamla fólkið.
Mikið hlýtur að vera vesælt að vera
gamall. Loksins þegar tíminn flýgur, þegar tíminn líður.
Þegar ég verð gömul ætla ég að skjóta
tímann beint á milli augnanna.
Áður en hann hverfur yfir fjöllin mín.
Hann líður bara ekki nógu hratt.
Þannig er nú tíminn,
Maður tekur alls ekki eftir honum
þegar einskins er að vænta.
En þegar maður vildi helst
spóla áfram, heilu dagana og
vikurnar, þá kemur tíminn og
skellir sínum þungu skönkum
í veginn fyrir mann.
Bara til þess að vera viss um að
maður gleymi honum aldrei.
"Tíminn flýgur" segir gamla fólkið.
Mikið hlýtur að vera vesælt að vera
gamall. Loksins þegar tíminn flýgur, þegar tíminn líður.
Þegar ég verð gömul ætla ég að skjóta
tímann beint á milli augnanna.
Áður en hann hverfur yfir fjöllin mín.