Dansinn
Ég dansa hringi í herberginu
með rósrautt veggfóðrið í fanginu
indiáninn á myndinni kemur
hlaupandi ofan af veggnum
og elskar mig í speglinum.
Mér líður vel og við setjumst niður
ég og hvíti örn og reykjum friðarpípuna
Mig langar til að dansa meira
með gólfteppið í fanginu
Ég sé nýja loðna teppið
líða upp af gólfinu.
upp í faðm minn
og ég dansa, enn meira, ennþá hraðar
þar til allt í einu að í fagni mínu hangir HANN!!!
Marley. Ég elska hann því hann er
í faðmi mínum.
En hann dansar ekki.
Ég legg hann á gólfið
týni rósir af veggnum og strái yfir hann.
Allan.
Og ég gef honum eina rettu að leiðarlokum.
Kannski finnst honum ég bara fyndin.
Ég tek friðarpípuna milli hvítra handa minna og fæ mér smók, geri það með Bob.
Svíf að dyrunum og sogast út úr herberginu mínu.
Læðist á tánum framhjá dyrunum hennar mömmu.
Hún sefur í bláum svefni.
Í skólanum bíður ískaldur kennarinn
sem geymið brosið inni á bankabók.
Ég skil ekkert í stærðfræðinni,
en í sögu, sé eg indiánann minn..
Hann er í stríði við ástina og mennina og mig.
MIG!!!
Ég stekk á bak hestinum og þeysi af stað
ég sé marga indiána og höfðinginn er svartur af reiði.
Hann tekur í hárið á mér
og dregur mig að klettabrúninni þar sem.......
Ég vakna í rúminu mínu og það er myrkur.
Ég dröslast á lappir og dett um rifið gólfteppið.
Gríp í gluggatjöldin.
Myrkur.
Mér er óglatt.
Ég sé tómt herbergi - tómt pilluglas - tóman líkama.
- - - - - - - -
Seinna geng ég um á bláu skýi og held í höndina á indiánastráknum mínum.
Og í hina hönd mína heldur Bob Marley
Marley sem ég gæti dáið fyrir...


 
Jóhanna Laufey Snorradóttir
1974 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu Laufeyju Snorradóttur

Litir
Ást I
Á.S.T. II
Á.S,T III
Á.S.T. IV
Tikk takk
Dansinn