

Vorið kom með vindinum
Vonin bundin í moldinni
Brún brekkan
tældi, blekkti,
neyddi mig til að níðast á arfanum,
nýsprottnum, montnum spírunum.
Þær uggðu ekki að gírugum gúmmíhönskunum
sem vöktu yfir grænu illgresinu.
Vonin bundin í moldinni
Brún brekkan
tældi, blekkti,
neyddi mig til að níðast á arfanum,
nýsprottnum, montnum spírunum.
Þær uggðu ekki að gírugum gúmmíhönskunum
sem vöktu yfir grænu illgresinu.